Hinrik Ragnar
Hinrik útskrifaðist sem dýralæknir frá University of Veterinary Medicine and Pharmacy í Kosice í Slóvakíu árið 2022. Fyrst eftir útskrift vann hann á Dýraspítalanum í Lögmannshlíð á Akureyri en hóf störf hjá okkur haustið 2024. Hinrik er einn af eigendum Dýraspítalans í Víðidal.
Hinrik hefur mest starfað með hesta og kýr. Í starfi sínu hjá okkur mun Hinrik sinna vitjunum, aðgerðum og söluskoðunum á hrossum ásamt því að sinna smádýrum.
Hinrik á sex hross, stundar hestamennsku af miklum krafti og hefur sérstakan áhuga á skeiði.
Dýralæknir